Leita í fréttum mbl.is

Dómstólar

Sæll lesandi góður

Hér ætla ég aðeins að ræða skipulag dómstóla hér á landi. Núgildandi stjórnarskrá fjallar ekki mikið um dómstólana. 5. kafli hennar er um dómstólana og hann er einungis 3. greinar. Venjulegum lögum er því ætlað að útfæra þetta betur.

Dómstólar eru ein grein af þrem í þrískiptingu valdsins. Það sem er öðruvísi við dómstólana eru að þeir eru ekki pólitískir og mega heldur aldrei verða það. Dómstólar eiga að vera algjörlega óháðir öllu öðru og vinna eingöngu eftir laganna bókstaf. En bíddu aðeins við....hvað er rangt við þetta? Þetta er ekki svona í dag. Dómarar voru og hafa verið pólitískt skipaðir sem er svo siðferðislega rangt að engu lagi er líkt. Þarna er að finna mikinn kerfisgalla á stjórnarskránni og í lögunum. í 59. grein stjórnarskrárinnar stendur: "Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum." Þarna er verið að rétta stjórnmálamönnunum valdið yfir skipun dómara á silfurfati. STÓR mistök.
Hver man ekki eftir skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar, Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Þorsteins Davíðssonar?

Þetta er eitt grundvallaratriði sem stjórnlagaþing þarf að útfæra. Það kemur væntanlega í hlut þeirrar starfsnefndar er nefnist "Nefnd um undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, dómstóla og réttarríkið." og er hún ein af þrem starfsnefndum stjórnlagaþingsins. Ef ég kæmist inn á stjórnlagaþing er þetta líklega sú nefnd sem ég myndi helst vilja starfa í.
Ég vil jafnvel ganga svo langt að segja að pólitískar skipanir á dómurum séu mannréttindabrot og þar með stjórnarskrárbrot. Getur pólitískt skipaður dómari af til dæmis Sjálfstæðisflokknum kveðið upp hlutlausan dóm um manneskju tengda Samfylkingunni sem gæti talist sem pólitískur andstæðingur? Eins og ég áður sagði er hér um að ræða stóran kerfisgalla sem þarf að kippa í liðinn.

Dómsstigin eru tvö eins og er en ekkert er tilgreint um það í stjórnarskránni. Hér er um að ræða héraðsdóm og Hæstarétt. Landsdómur hefur líka verið áberandi undanfarnar vikur. Mín tillaga væri að fella landsdóm út úr stjórnarskránni og að Hæstiréttur myndi dæma þau mál er snúa að ráðherrum. Ég tel að ákvæðið um ráðherraábyrgð sé mikilvægt aðhald en fara ætti bandarísku leiðina í þessu máli og láta embættisrekstur ráðherra undir lögsögu Hæstaréttar. Forsenda þess er auðvitað að dómarar séu ekki pólitískt skipaðir.
Svokallað millidómsstig hefur verið í umræðunni síðustu mánuði. Mest hefur heyrst í lögfræðingum hvað það varðar og segja margir þeirra að bæta verði við einu dómsstigi vegna þess hve mikið álag er á dómstólunum nú. Ástæðu aukins fjölda mála má auðvitað rekja til hruns bankanna haustið 2008. Svona hugmynd er vert að skoða og greina þörfina fyrir auka dómsstig.

Að lokum
Aðalatriðið sem hér kemur fram er að dómarar séu ekki á nokkurn hátt pólitískt skipaðir. Það þarf að tryggja í endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það liggur beinast við að dómarar yrðu kosnir persónukosningu af þjóðinni allri svo enginn vafi léki á um trúverðugleika þeirra.

Kærar kveðjur
Jón Pálmar Ragnarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á semsagt að breyta Dómurum í pólitíkusa?

Munu þá dómarar framtíðarinnar fara í kosninarherferðir?

Er þetta besta leiðinn til að tryggja að akademískt hæfasti maðurinn hreppi starfið?

Helgi Þorsteinsson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 15:28

2 identicon

Svo ég leggi nú eitthvað sjálfur til málanna. Hvað með að fela dómaraskipunarvald 2 aðilum til að auka öryggi? t.d að   Sérstök nefnd myndi fjalla  um hver væri hæfasti dómarinn en svo þyrfti allt alþingi að samþykkja dómarann með auknum meirihluta (t.d 2/3) til að hann hlytir skipun. þannig myndi nefndinn aðeins benda á hæfa menn en ef of mikil klíkuskapur og samþjöppun væri í gangi gæti alþingi klippt á strenginn?. Alþingi hefði þarna ekki tillögurétt að hver yrði skipaðu og yrði bundið Já og Nei kosningu.

Helgi Þorsteinsson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 15:33

3 identicon

Sæll Helgi og þakka þér innleggið

Dómarar mega ekki verða pólitíkusar í mínum augum og hvað þá síður fara í kosningaherferðir. Þetta er mjög mikilvægt.

Ágætar tillögur hjá þér. Var búinn að láta mér detta í hug svona skipaða nefnd en hvarf frá henni. Því hver skipar yfirleitt svona nefndir? Jú, ráðherrar yfirleitt sem eru pólitískir þannig að þar féll hugmyndin um sjálfa sig. Slík nefnd þarf að vera ópólitísk og ei skipuð af pólitískum aðilum. Kannski nefnd skipuð af forsetanum eða lögmannastéttinni sjálfri? Alþingi má helst ekki vera með puttana í þessu, hlutverk þess og sérsvið er lagasetning.

Ég er semsagt fylgjandi nefndaleiðinni ef hún er ópólitískt skipuð, bara spurning hvernig á að útfæra það. Hæfustu mennirnir verða að komast í dómarasætin, það er ekki spurning. Tillaga mín um persónukosningu dómara er auðvitað ekki full útfærð. Hún miðar að því að þjóðin ráði því hverjir fara í dómarasætin og að þjóðin meti hæfasta manninn. Þau gögn sem hún myndi meta menn eftir væru menntun, reynsla osfrv. Þetta mætti samt aldrei verða nein vinsældakosning og þyrfti þess vegna að setja hömlur á "kosningaherferðir dómara" svo skoplegt sem það orðasamband er. :)

Jón Pálmar Ragnarsson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Pálmar Ragnarsson
Jón Pálmar Ragnarsson
Frambjóðandi til komandi Stjórnlagaþings. Kosið verður 27. nóvember næstkomandi. Ég er stjórnmálafræðingur að mennt frá HÍ og stunda nú mastersnám í opinberri stjórnsýslu með áherslu á alþjóðasamskipti við sama skóla. Ég vil hafa áhrif við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Núgildandi stjórnarskrá hefur komið mikið við sögu í mínu námi og ég hef lengi haft brennandi áhuga henni og hlutverki hennar. Einnig geng ég með margar hugmyndir að breytingum og betrumbótum á henni í kollinum. ÞESS vegna býð ég mig fram.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband